Barnasáttmálinn - réttindatré
Síðastliðið ár höfum við verið í vinnu við að innleiða Barnasáttmálann í starfið okkar. Starfsfólk hefur farið á fyrirlestra og fengið fræðslu og í framhaldi af því unnið verkefni með börnunum í tengslum við hinar ýmsu greinar.
Nýjasta verkefnið okkar er "Réttindatré". Börnin máluðu laufblöð á tréð og við ræddum hvað börn þurfa til að vaxa og dafna við vini okkar á öllum deildum .
Réttindatréð er hluti af innleiðingu Unicef verkefnisins sem snýr að Barnasáttmálanum.