Lestrarátak
Dagana 4 - 15 nóvember var okkar árlega lestrarátak hér í Grænatúni sem lauk með því að öll börnin fengu bókagjöf, sem foreldrafélagið og skólinn gáfu í sameiningu.
Tilgangur átaksins var að hvetja foreldra til að lesa fyrir börnin sín enda sýna rannsóknir að gæðalestur með börnum stuðli að auknum orðaforða, auknum hlustunarskilningi, aukinni uppbyggingu frásagnar og auki líkur á farsælu lestrarnámi.
Lestur eykur jafnframt máltilfinningu og byggir upp jákvætt viðhorf gagnvart bókum og lestri. Ekki má gleyma hversu notaleg stund skapast milli barna og foreldra við lestur bóka.