Kertasníkir og Hurðaskellir komu í heimsókn
Jólaskemmtun sem haldin var í leikskólagarðinum í boði Foreldrafélags Grænatúns var afar vel heppnuð og slógu Hurðaskellir og Kertasníkir í gegn hjá börnunum.
Flest börnin voru mjög spennt fyrir þeim félögum sem færðu börnunum mandarínur að gjöf.
Börnin nutu þess að syngja með þeim bræðrum þó að alltaf séu einhverjir sem eru minna hrifnir og halda sig í smá fjarlægð. Bæði börn og fullorðnir skemmtu sér konunglega.