Grænatún - Réttindaskóli Unicef

Leikskólinn Grænatún er nýjasti réttindaskólinn í Kópavogi en í dag hlutum við viðurkenningu frá UNICEF.

Elstu börn Grænatúns sem skipa réttindaráð þess tóku einnig við viðurkenningarskjali frá Unicef en Grænatún er sjöundi leikskóli bæjarins til þess að hljóta þá viðurkenningu að vera réttindaskóli UNICEF.
Að vera réttindaskóli þýðir að í skólanum er unnið eftir gildum og stefnu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Réttindaskólar UNICEF leggja áherslu á að byggja upp lýðræðislegt umhverfi með því að rækta með markvissum hætti þekkingu, leikni og viðhorf sem hjálpa börnum að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í nútímasamfélagi.
Verkefnið byggir á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og er alþjóðlegt verkefni sem snýst um að auka virðingu, vernd og framkvæmd mannréttinda.

Kópavogur er barnvænt sveitarfélag og er réttindaskólaverkefni UNICEF hluti af því sem felst í að vera barnvænt sveitarfélag.
Til hamingju öll ❤️
Fréttamynd - Grænatún - Réttindaskóli Unicef Fréttamynd - Grænatún - Réttindaskóli Unicef Fréttamynd - Grænatún - Réttindaskóli Unicef

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn