Jólasveina heimsókn
Mánudaginn 8. desember fengum við í Grænatúni skemmtilega heimsókn frá þeim bræðrum Kertasníki og Hurðaskelli í boði foreldrafélags Grænatúns. Þeir sungu fyrir okkur nokkur lög og spjölluðu við krakkana. Þeir bræður áttu líka mandarínur í poka sem þeir færðu börnunum.