Útgáfa handbókar

Snemmtæk íhlutun í leikskólastarfi.

Leikskólinn Grænatún var einn af tíu leikskólum í Kópavogi sem fengu tækifæri til þess að taka þátt í þróunarverkefn um snemmtæka íhlutun í málörvun.  Farið var í mikla vinnu við að flokka allt málörvunarefnið og verkferla sem snúa að málþroska.  Ferlið hefur verið lærdómsríkt og skemmtilegt og er útkoman handbók um málörvun.  Nú hefur verkefnið litið dagsins ljós og erum við mjög ánægð með útkomuna.  

Þær Sólveig María Kjartansdóttir sérkennslustjóri og Þórunn Jóhannsdóttir deildarstjóri stýrðu þessu verkefni hér í Grænatúni.

Snemmtæk íhlutun í leikskólastarfi.pdf

Fréttir frá Grænatúni

Frá og með mánudeginum næstkomandi, 25.maí munum við bjóða foreldra aftur velkomna inn í fataherbergi leikskólans.
Gott er að venja sig á að spritta hendur sínar þegar gengið er inn og passa upp á að snertifletir séu sem fæstir.
Foreldrar staldra eins stutt við og hægt er og ekki er ætlast til að foreldrar fari inn á deildar.
Milli klukkan 7:30-8:00 verður tekið á móti börnunum inni á Trölladeild.

Munum að virða tveggja metra regluna eins og kostur.

Kærar kveðjur

Starfsfólk Grænatúns