Útgáfa handbókar

Snemmtæk íhlutun í leikskólastarfi.

Leikskólinn Grænatún var einn af tíu leikskólum í Kópavogi sem fengu tækifæri til þess að taka þátt í þróunarverkefn um snemmtæka íhlutun í málörvun.  Farið var í mikla vinnu við að flokka allt málörvunarefnið og verkferla sem snúa að málþroska.  Ferlið hefur verið lærdómsríkt og skemmtilegt og er útkoman handbók um málörvun.  Nú hefur verkefnið litið dagsins ljós og erum við mjög ánægð með útkomuna.  

Þær Sólveig María Kjartansdóttir sérkennslustjóri og Þórunn Jóhannsdóttir deildarstjóri stýrðu þessu verkefni hér í Grænatúni.

Snemmtæk íhlutun í leikskólastarfi.pdf

Sumarhátíð 2020

Sumarhátiðin okkar í ár var með breyttu sniði (Covid sniði) þannig að við fögnuðum hér í garðinum saman án foreldra að þessu sinni. Foreldrafélagið bauð upp á hoppukastala, bolta, húllahringi, krítar og sápukúlur. Allir skemmtu sér stórvel, þrátt fyrir rigningarúða um morguninn og grillaðar voru pylsur í hádegi sem allir borðuðu úti og svo var ís í eftirrétt :)

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn