Jólabréf Grænatúns 2020

Kæru foreldrar
Senn koma jólin og er undirbúningur þeirra hafin hér í Grænatúni.
Við höldum að sjálfsögðu í okkar venjur og siði sem hafa skapast hér í gegnum árin en þó með breyttu sniði í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu.
Föstudaginn 4. desember verður Rauður dagur en þá munum við mæta í rauðum fatnaði í skólann og borða rauðan mat J
Helgileikurinn okkar árlegi verður með breyttu sniði í ár þar sem foreldrar geta ekki verið með okkur og munum við senda út upptöku af helgileiknum inni á síðum hverrar deildar sem við munum auglýsa tímasetningu þegar að nær dregur.
Elstu börnin okkar fara ekki á Árbæjarsafn í ár að skoða hvernig haldið var upp á jólin í gamla daga heldur kemur Árbæjarsafn til okkar í fjarfundabúnaði á hverjum degi fram að jólum þökk sé tækninni ¿¿
Föstudaginn 11. desember kl:10:15 koma jólasveinar í heimsókn í garðinn okkar og við höldum úti-jólaskemmtun í stað okkar árlega jólaballs í Snælandsskóla á vegum okkar frábæra foreldrafélags.
Mánudaginn 14. desember kemur jólabrúðusýning um Pönnukökuna hennar Grýlu eftir Bernd í boði foreldrafélagsins
Föstudaginn 18. desember verður hátíðardagur hjá okkur þar sem hátíðarmorgunmatur og hátíðarhádegismatur verða bornir fram og hátíðarsöngstund, jólabíó og dansað í kringum jólatréð á hverri deild fyrir sig. Það verður sannkölluð hátíðarstemning í húsinu.
Að lokum ¿dönsum við jólin út¿ miðvikudaginn 6. janúar 2020.
Við munum að sjálfsögðu syngja mikið og lesa jólasögur og kvæði, auk þess sem við föndrum. Allt verður þetta þó í hófi og við leggjum upp með rólegheit og sleppum öllu stressi.
Við viljum benda á að Stekkjastaur kemur til byggða fyrstur bræðra og fer skórinn út í glugga að kvöldi 11. desember og ekki fyrr. Við vonum að jólasveinar stilli skógjöfum í hóf ¿¿ Í janúarlok stefnum við á að hafa foreldrafund hvort sem hann verður hér í Grænatúni eða í formi fjarfundar. Við minnum ykkur á að það er ávallt velkomið að hafa samband og biðja um samtal við kennara í því árferði sem við búum við núna. ¿¿ Í janúarlok stefnum við á að hafa foreldrafund hvort sem hann verður hér í Grænatúni eða í formi fjarfundar. Við minnum ykkur á að það er ávallt velkomið að hafa samband og biðja um samtal við kennara í því árferði sem við búum við núna. Við vonumst til að geta haldið þessari dagskrá en að sjálfsögðu verður hún skoðuð ávallt með tilliti til sóttvarna.
Við óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og þökkum fyrir árið sem er að líða og óskum ykkur velfarnaðar á nýju ári 2021
Jóla- og nýárskveðjur Starfsfólk Grænatúns ¿¿