Útgáfa handbókar

Snemmtæk íhlutun í leikskólastarfi.

Leikskólinn Grænatún var einn af tíu leikskólum í Kópavogi sem fengu tækifæri til þess að taka þátt í þróunarverkefn um snemmtæka íhlutun í málörvun.  Farið var í mikla vinnu við að flokka allt málörvunarefnið og verkferla sem snúa að málþroska.  Ferlið hefur verið lærdómsríkt og skemmtilegt og er útkoman handbók um málörvun.  Nú hefur verkefnið litið dagsins ljós og erum við mjög ánægð með útkomuna.  

Þær Sólveig María Kjartansdóttir sérkennslustjóri og Þórunn Jóhannsdóttir deildarstjóri stýrðu þessu verkefni hér í Grænatúni.

Snemmtæk íhlutun í leikskólastarfi.pdf

Sumarleyfi 2021 í Grænatúni

Komnar eru niðurstöður úr sumarleyfiskönnun sem foreldrar fengu senda til sín í síðustu viku og var hægt að kjósa til kl:23:00 þriðjudagskvöldið 2. febrúar 2021
Yfirgnæfandi meirihluti foreldra og starfsmanna valdi seinna timabilið.
Leikskólinn mun því verða lokaður frá kl 13.00 miðvikudaginn 7. júlí og opna aftur fimmtudaginn 5. ágúst kl 13.00