Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn fylgist vel með fréttum af veðri, veðurspám og öðrum tilmælum frá yfirvöldum sem gætu haft áhrif á skólastarf og bregðist við í samræmi við aðstæður hverju sinni.  

Þegar Veðurstofa Íslands varar við slæmu veðri, þá er viðvörunarkerfi notað og mikilvægt að taka það alvarlega. Sérstaklega ef varað er við miklum stormi/vindi, úrhelli, snjókomu, frostregni og/eða ofsakulda. Þegar viðvaranir eru gefnar út gefa almannavarnir út leiðbeiningar eftir aðstæðum og viðvörunum Veðurstofu Íslands. 

Sjá nánar um Óveður

Viðvörunarkerfi Veðurstofunnar byggist á alþjóðlegum staðli sem kallast CAP (Common Alerting Protocol) og er stafrænt snið fyrir miðlun neyðartilkynninga og viðvaranna um náttúruvá. Útgefin skeyti eru á stöðluðu formi sem samræmir alla miðlun viðvaranna yfir mismunandi samskiptaleiðir og miðla. Hvert CAP skeyti inniheldur upplýsingar um þá náttúruvá sem varað er við, landshlutann sem viðvörunin nær til, gildistíma og mat á því hversu mikil áhrif umrædd vá getur haft á samfélagið. 

 Sjá nánar viðvaranir í litum í samræmi við hættustig veðurs.

Tilmæli til foreldra/forráðamanna barna í skólum, frístunda – og íþróttastarfi. Sjá nánar um Röskun á skólastarfi 

Í textaspá eru hugleiðingar vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Sjá nánari upplýsingar í Textaspá 

Athugið: Starfsfólk í leikskólum skal ætíð taka mið af litakóðakerfi Veðurstofu, um veðurfar, hvort ástæða sé til að börn yngri en 6 ára séu sótt fyrr en dvalartími hvern dag segir til um. Sama gildir um börn í grunnskólum, frístund og börnum sem sækja íþróttaæfingar. Vakin er athygli á að þetta á við um börn yngri en 12 ára