Leikskólinn Grænatún er staðsettur við Grænatún 3 í Kópavogi. Leikskólinn dregur nafn sitt af þeirri götu sem hann stendur við.
Deildir leikskólans eru þrjár: Dvergadeild - Trölladeild - Skessudeild og eru þær aldursskiptar.
Leikskólinn er opinn frá 7.45 - 16.30.
Síminn í Grænatúni er 441 - 6400.
Jóna Kristín Gunnlaugsdóttir er leikskólastjóri. Elísa Björg Benediktsdóttir er aðstoðarleikskólastjóri og sinnir auk þess starfi sérkennslustjóra.