Hvað þarf að hafa með sér í leikskólann?

  • 2 nærbuxur
  • 2 nærbolir
  • sokkabuxur, millibuxur
  • 2x sokkar og ullarsokkar
  • buxur
  • tvennir vettlingar
  • peysa/þykk peysa

Hvað útifatnað varðar, þá verður POLLAGALLINN  að vera með á hverjum degi, heill og hreinn og að sjálfsögðu gúmmístígvél.

Kuldaskór verða strax blautir þegar út í rigningu er komið. Þegar kólna fer í veðri þarf að hafa kuldagalla og kuldaskóna meðferðis. Þetta er jú vinna barnanna og við vitum, sem búum í þessu annars ágæta landi að veðurfarið er með fjölbreytilegasta móti, snjór fyrir hádegi, rigning eftir hádegi og allt þar á milli. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa meðferðis allt sem upp er talið.

Að sjálfsögðu þarf að merkja allt mjög vel ( við lánum merkipenna).

Leikskólinn er ekki með auka föt til að lána. Ef barn kemur ekki með þann fatnað sem við á hvern dag, þá hringjum við í foreldra og biðjum þá að koma með það sem vantar.

Ath. Klippið allar reimar úr fatnaði barnsins vegna slysahættu.  

Að lokum er farið fram á að þið farið yfir þau plögg sem eru á ofninum og þurrkskáp alltaf þegar börnin eru sótt.

Vettlingar,  húfur og pollagallar verða mjög fljótt skítug og þá þarf að þvo. Ekkert okkar myndi kæra sig um að klæða sig í óhreinan útiklæðnað að morgni áður en haldið er til vinnu.

Svo eruð þið beðin að kíkja reglulega í aukafata-körfuna.