Veikindi og fjarvera barna

Ekki er hægt að fyrirbyggja veikindi í leikskólanum, ef barn er slappt og getur ekki farið í útiveru þá ber því að vera heima. Leikskólinn er ætlaður frískum börnum og gert er ráð fyrir því að þau taki þátt í starfi leikskólans úti sem inni. Þess vegna getum við ekki tekið á móti veiku barni.  Í leikskóla er alltaf meiri hætta á smiti og útbreiðslu algengra umgangssjúkdóma. Ef barn veikist og fær hita, þarf það að dvelja heima þar til það hefur verið hitalaust í 1-2 sólarhringa. Fái barn smitandi sjúkdóm verður það að dvelja heima þar til smithætta er liðin hjá.  Þetta er nauðsynleg ráðstöfun til að forðast útbreiðslu sjúkdóma í leikskólanum og sjálfsögð tillitsemi við önnur börn.  Ef barn veikist í skólanum reynum við að ná í foreldra því er mjög mikilvægt að við höfum rétt símanúmer.

VINSAMLEGA TILKYNNIÐ FORFÖLL fyrir kl. 9:00. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir eldhúsið að vita þegar þau börn sem eru með ofnæmi koma ekki, því oft þarf að elda sérstaklega fyrir þau.

Hægt er að tilkynna forföll með því að hringja inn á deild eða skrá beint inn í völuappinu.

 

Yfirlit yfir helstu sjúkdóma barna

  Yfirlit yfir helstu smitsjúkdóma barna

 

Sjúkdómur  Meðgöngutími (tími frá smiti þar til einkenni koma fram)  Smithætta frá  Smithætta þangað til  Hvenær má barnið mæta aftur í leikskóla/skóla/dagforeldris 
Augnsýking 
1 - 3 dagar 
Augað er rautt og umgjörðin bólgin, gröftur í augum og smithætta á meðan. 
Einum sólarhringi eftir að sýklalyfjameðferð er hafin. (Sjá nánar unfir augnsýkingar) 
Gröftur í augum í tengslum við kvef. 
Í tengslum við kvef 
Einstaka gröftur í augnkrók. Mest eftir svefn. Auga ekki rautt eða bólgið. Smitar ekki. 
Má mæta þrátt fyrir augneinkenni. (Sjá nánar undit augnsýkingar) 
Eyrnabólga 
  Staðbundin miðeyrnarbólga er ekki smitandi. 
Barnið hitalaust og líður vel. 
Eyrnabólga (vökvi lekur frá eyrum) 
Oft fylgikvilli öndunarfærasýkingar. 
Örsjaldan inniheldur vökvinn bakteríur sem geta smitað. 
Veltur á því hvort að barnið sé með kvef eða önnur einkenni sem gætu smitað. 
Fimmta veikin (parvovirus B19) 
1 - 2 vikur.
Nokkrum dögum áður en útbrot koma fram.
Útbrotin eru komin fram. Getur verið varasöm þunguðum konum, sérstaklega á fyrsta hluta meðgöngu.
Barnið hitalaust og líður vel.
Flökkuvörtur
1 vika - 6 mánuðir. 
Vörtur sjást. 
Meðferð hafin. 
Engin takmörk. 
Frunsa
2 - 12 dagar. 
Blöðrur myndast. 
Blöðrur eru þurrkaðar upp. 
Engin takmörk. 
Hand-, fót- og munnsjúkdómur
3 - 8 dagar. 
Upphafi sjúkdóms. 
Útbrot horfin. 
Barnið hitalaust og líður vel. Útbrot í rénum. 
Hlaupabóla


2 - 3 vikur. 
Viku eftir smit og nokkrum dögum áður en útbrot koma fram.
5 dögum eftir að útbrot koma fram eða ekki koma nýjar bólur í 2 daga og bólur orðnar þurrar. 
Bólur orðnar þurrar eða eftir 5 - 7 daga. 
Influenza
1 - 5 dagar 
Einum sólarhringi áður en einkenni byrja. 
Barnið orðið einkenna- og hitalaust. 
Barnið hitalaust og líður vel. 
Kossageit
1 - 3 dagar. 
Vökvi lekur frá sárunum.
Sárin orðin þurr og skorpurnar detta af eða eftir sólahring á sýkla-lyfjum.
Þegar sárin eru gróin og skorpurnar detta af eða eftir sólahring á sýklalyfjum.
Kvef, hálsbólga og veirusýkingar
1 - 7 dagar. 
Sólahringi áður en einkenni byrja.
5 daga eftir uppaf einkenna.
Barnið hitalaust og líður vel (sjá nánar í texta undir kvef, hálsbólga og veirusýkingar).
Lús 
2 - 8 vikur 
Smiti. 
Þar til meðferð hefst.
Þegar meðferð er hafin. 
Mislingabróðir
(exanthema subitum)
1-2 vikur.
Óþekkt
Óþekkt
Barnið hitalaust og líður vel. 
Niðurgangur og ælupest
Einhverjir dagar.
Upphaf niðurgangs eða uppkasta.
Ekki lengur niðurgangur eða uppköst
Ekki lengur niðurgangur eða uppköst og barni líður annars vel (sjá nánar undir niðurgangur og ælupest).
Nóroveira
Einhverjir dagar.
Upphaf niðurgangs eða uppkasta
2 daga eftir að niðurgangur og uppköst eru hætt.
2 dögum eftir að niðurgangur og uppköst eru hætt og barni líður annars vel (sjá nánar undir niðurgangur og ælupest).
Njálgur
2-6 vikur.
2 vikur eftir smit. 
Meðferð hafin. 
Engin takmörk eftir að meðferð hafin.
Streptókokka hálsbólga og skarlatsótt
1 - 3 dagar. 
Frá því barnið smitast.
Einum sólahringi eftir að sýklalyfjameðferð er hafin.
Einum sólahringi eftir að sýklalyfjameðferð er hafin og barninu líður annars vel (Sjá nánar í texta undir streptókókkar og hálsbólga).
Sveppasýking í húð
Vikur. 
Útbrot koma fram.
Meðferð hafin. Mjög lítil almenn smithætta.
Engin takmörk.
Vörtur
2 - 3 mánuðir.  Vörtur koma fram.
Meðferð hafin.  Engin takmörk.