Foreldrafélag Grænatúns
Við leikskólann er starfandi foreldrafélag. Landssamtök foreldrafélaga styðja við bakið á foreldrafélögum og veita ýmsar upplýsingar. Foreldrar ganga sjálfkrafa í félagið þegar barnið byrjar í leikskólanum. Aðalfundur er haldinn að hausti og þá er kosin stjórn foreldrafélagsins. Stjórnin hittist með reglulegu millibili yfir vetrartímann og er einn starfsmaður frá leikskólanum með á þeim fundum. Foreldrar greiða ákveðna upphæð í sérstakan sjóð sem notaður er til að auðga starfið t.d. með ferðum, leiksýningum og ýmsu öðru. Upphæðin er ákveðin af foreldrafélaginu.
Lög foreldrafélags leikskólans Grænatúni
1.gr.
Félagið heitir Foreldrafélag leikskólans Grænatúni.
2. gr.
Heimili félagsins og varnarþing er að Grænatúni 3, 200 Kópavogur.
3. gr.
Tilgangur félagsins er að tryggja sem best velferð og hagsmuni barna í leikskólanum Grænatúni og styrkja samskipti foreldra/forráðamanna og starfsfólks.
4. gr.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná m.a. með eftirfarandi markmiðum:
- Að auka tengsl foreldra og starfsfólks.
- Að efla tengsl milli foreldra.
- Að hvetja alla foreldra til að taka þátt í og hafa aukin áhrif á aðbúnað og starfsemi leikskólans, í samráði við starfsfólk.
- Að öðru leyti skal taka ákvarðanir um leiðir að markmiðum félagsins á félags og aðalfundum.
- Bóka skal allar ákvarðanir.
5. gr.
Félagsaðild. Félagar eru forráðamenn barna í leikskólanum. Foreldrar teljast félagar í foreldrafélaginu jafnskjótt og barn þeirra byrjar í leikskólanum og ber forráðamönnum skylda að inna félagsgjöld af hendi frá þeim tíma.
6. gr.
Starfstímabil félagsins er frá 1. október til 30. September ár hvert og einnig reikningsár félagsins. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs.
7. gr.
Aðalfund skal halda í september eða októberár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála. Foreldrar skulu hafa eitt atkvæði fyrir hvert barn. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
- Skýrsla stjórnar lögð fram
- Reikningar lagðir fram til samþykktar
- Lagabreytingar
- Ákvörðun félagsgjalds
- Kosning stjórnar
- Önnur mál
8.gr.
Stjórn félagsins skal skipuð 6 félagsmönnum, formanni og 5 meðstjórnendum, kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Reynt skal að hafa tvo fulltrúa frá hverri deild. Stjórnin skiptir með sér verkum. Einn starfsmaður leikskólans skal einnig vera í stjórn félagsins og er hann jafnframt tengiliður við aðra starfsmenn skólans. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.
9.gr.
Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi. Félagsmenn greiði árgjald í tvennu lagi. Fyrir 5 og 6 mánuði í senn. Gjalddagar eru í október og febrúar.
10. gr.
Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til leikskólans Grænatúni.
Lög þessi voru samþykkt á aðalfundi.
Kópavogur 9. október 2013.
Í stjórn foreldrafélagsins skólaárið 2024 - 2025 eru:
Birna Borg Bjarnadóttir (Skessudeild ) formaður Berglind Bjarnadóttir (Trölladeild) gjaldkeri Una Eydís Finnsdóttir (Skessudeild) Sigrún Inga Gunnarsdóttir (Skessudeild) Fanney Sigurgeirsdóttir (Trölladeild) Hekla Halldórsdóttir (Dvergadeild)
Tengiliður við skólann:
Jóna Kristín Gunnlaugsdóttir- Aðstoðarleikskólastjóri