Æskilegt er að barnið þitt sé með fjölnota poka með sér í töskunni sinni, undir blaut útiföt. Börnin þurfa að hafa með sér regnföt, stígvél, kuldagalla og kuldaskó (þegar kólnar í veðri), úlpu, hlýja peysu, flísbuxur og/eða hlýjar utanyfirbuxur, vettlinga (2 eða fleiri pör), ullarsokka og húfu (gott er að hafa eina létta og aðra hlýja).
Af aukafötum þá þarf að vera; nærfatnaður, sokkar, buxur og síðermabolir eða peysur. Börnin geyma aukafatnaðinn sinn í körfu inn í fataklefa og mikilvægt er að foreldrar skoði reglulega hvort eitthvað vanti.
Einnig er mikilvægt að merkja allan fatnað.
Að lokum er farið fram á að þið farið yfir þau plögg sem eru á ofninum og þurrkskáp alltaf þegar börnin eru sótt.
Vettlingar, húfur og pollagallar verða mjög fljótt skítug og þá þarf að þvo. Ekkert okkar myndi kæra sig um að klæða sig í óhreinan útiklæðnað að morgni áður en haldið er til vinnu.